Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

13.02.2016 14:28

Ótitlað

Aðalfundur Blóðgjafafélags Íslands 2016

 11. febrúar 2016 klukkan 20:00

Hringssal Barnaspítala Landssítala Háskóla Sjúkrahúsi við Hringbraut. 

Dagsskrá aðalfundar:

1.                 Venjuleg aðalfundarstörf;

a)       Formaður tilnefndi fundarstjóra. Jón Þorsteinn Sigurðsson


Óskar Reykdalsson fulltrúi forstjóra LSH ávarpaði gesti og bauð alla velkomna fyrir hönd forstjóra sem ekki átti heiman gengt að þessu sinni en LSH er gestgjafi þessa fundar.


b)      Formaður gaf skýrslu stjórnar og lagði áherslu á að tryggja félaginu tekjur og að unnið yrði að því að endurbæta og uppfæra vefsíðuna.

c)      Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga ársins sem voru samþykktir athugasemda laust.

d)      Lagabreytingar voru á 6. gr laga félagsins og samþykkt samhljóða;

6. grein

Starfsár félagsins er almanaksárið. Aðalfund skal halda fyrir lok mars ár hvert. Skal hann boðaður með auglýsingu í dagblöðum eða á vefsíðum BGFÍ og Blóðbanka Íslands með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Allir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi. Verkefni aðalfundar eru:

a)         Formaður tilnefnir fundarstjóra.

b)        Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.

c)         Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga ársins.

d)        Lagabreytingar, ef einhverjar eru.

e)        Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda skoðunarmanna reikninga.

f)          Formaður gerir grein fyrir helstu verkefnum, sem framundan kunna að virðast.

g)         Árgjöld ákveðin.

h)        Önnur mál.

e)      Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda.

·        Jón Svavarsson formaður

·        Sigríður Lárusdóttir varaformaður

·        Bylgja Birgisdóttir

·        Pétur Þorsteinsson

·        Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir

·        Einar Örn Thorlacius

·        Hafdís Karsldóttir

skoðunarmenn reikninga til næsta aðalfundar;

Jón Þorsteinn Sigurðsson og Þórður Kristjánsson


f)       Formaður gerði grein fyrir helstu verkefnum, sem gert var grein fyrir í skýrslu stjórnar, fjáröflun og vefsíðan.

g)      Árgjöld ákveðin 0 Kr að venju.

h)      Önnur mál. Nokkrir tóku til máls undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram að þegar menn ná 60 ára aldri hættir sjálfvirk boðun til blóðgjafar, Jórunn svaraði því til að þetta væri í skoðun og yrði lagað.

2.       Fræðsluerindi; Jóhannes Kristjánsson Skemmtikraftur flutti okkur fræðslu erindi um sögu hans sem hjarta og blóðþega en hann fékk nýtt hjarta og nýtt líf, inní þetta fléttaði hann gamansömum tilvitnunum og gat þess að hann hefði heyrt það í áramóta ávarpi forsetans að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs fyrr en í mars. Fleiri persónur komu fram á sviðið hjá Jóhannesi eins og Ólafur Landlæknir, Steingrímur Hermannsson að ógleymdum Forseta Ísland sem fjallaði um lífið með einum eða öðrum hætti.

3.       Afhending viðurkenninga;

·        175 Blóðgjafir, Gísli Þorsteinsson fékk skjal frá heilbrigðisráðherra.


·        150 Blóðgjafir, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti hetjugjöfum skjöl.


·        125, 100, 75, og 50 Blóðgjafir, Sigríður Ósk Lárusdóttir ásamt Guðrúnu Ingibjörgu Þorgeirsdóttur afhentu veski, Gull merki, Silfur merki og skjöl, til hetju blóðgjafa.Hr Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands flutti ávarp og lagði áherslu á það hve framlag blóðgjafa væri mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu.


Að því loknu sleit formaður fundi og bauð gestum að njóta veitinga í boði LSH. 

Stjórn BGFÍ

Jón Svavarsson formaður