Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

Saga BGFÍ

Blóðgjafafélag Ísland er félagskapur allra blóðgjafa ogannarra einstaklinga sem hafa áhuga á málefnum sem félagið lætur sigvarða. Tilgangur félagsins er að fræða blóðgjafa, almenning ogstjórnvöld um mikilvægi blóðs til lækninga. Einnig að fræða umblóðsöfnun, blóðbankastarfsemi og notkun blóðs á sjúkrahúsum hérlendisog erlendis.

Stofnfundur Blóðgjafafélags Íslands var haldinn 16. júlí1981. Til þessa fundar voru boðnir velkomnir allir blóðgjafar og aðrirsem vildu styrkja blóðsöfnunarstörf og blóðbankastarfsemi í lækninga- ogrannsóknaskyni. Ólafur Jensson þáverandi forstöðumaður Blóðbankans (frá1. mars 1972 til loka árs 1994) var drifkrafturinn í stofnun félagsinsog gegndi formennsku þess frá stofnun og til 1993. Með stofnunBlóðgjafafélags Íslands vildi Ólafur efla fræðslu til blóðgjafa,almennings og stjórnvalda um mikilvægi blóðs til lækninga. Árið 2003 varákveðið að fara að lögum og þeir blóðgjafar sem áhuga höfðu á að ganga ífélagið yrðu að skrá sig í það formlega en fram til þessa höfðu allirblóðgjafar verið taldir félagar í blóðgjafafélaginu. StjórnBlóðgjafafélagsins samanstendur af sjö stjórnarmönnum og er núverandiformaður þess Jón Svavarsson ljósmyndari og rafeindavirkjameistari.

Blóðgjafafélagið tók fljótt yfir rekstur sjóðs sem áðurvar í höndum vísinda og tækjasjóðs Blóðbankans en í hann runnu tekjur afútflutningi plasma úr blóði sem ekki var lengur nýtilegt til lækninga.Þessi útflutningur lagðist af árið 1985 og hefur félagið veriðtekjulaust síðan. Má því með sanni segja að félagið lifi á gömlum merg. Íseinni tíma hefur Blóðgjafafélag Íslands beint kröftum sínum aðkynningu á félaginu og starfsemi þess. Kynning þessi hefur m.a. falist íað fræða heilbrigðisyfirvöld um þýðingu þess að halda úti starfsemiBlóðgjafafélagsins sem hagsmunaaðila fyrir blóðgjafa á Íslandi.Blóðgjafafélagið stóð fyrir gerð fræðslumyndbands árið 1997 umblóðgjafir og notkun blóðs á íslandi. Árið 1998 gekk Blóðgjafafélagið íAlþjóða blóðgjafasamtökin IFBDO (INTERNATIONAL FEDERATION OF BLOOD DONORORGANIZATIONS). Meðal markmiða IFBDO eru sjálfbæri (self - sufficiency)hvað varðar blóð frá sjálfboðaliðum sem þiggja ekki greiðslu fyrir(nonpaid voluntary donors) og að stuðla að auknu trausti almennings áblóðframboði þjóða með því að samstilla öryggisstaðla og eftirlit meðblóðgjöfum.

Á tímumreglugerða og lagaákvæða frá Evrópubandalaginu eiga samtök eins ogBlóðgjafasamtökin erindi við almenning og stjórnvöld. Til þess að annaeftirspurn eftir blóðhlutum þarf 15 - 16 þúsund blóðgjafir á ári íBlóðbankanum. Það eru 8000 - 9000 blóðgjafar sem standa undir þessariblóðgjöf. Blóðgjafahópurinn er að eldast. Nýliðun, þótt nokkur sé, erekki næg og er því unnið að krafti að öflun nýrra blóðgjafa. Góðurblóðgjafahópur er ein af undirstöðum íslenska heilbrigðiskerfisins einsog við þekkjum það í dag.

FORMENN BGFÍ:

Ólafur Jensson 1981 - 1993
Björn Harðarson 1993 - 2004
Ólafur Helgi Kjartansson 2004 - 2014
Jón Svavarsson 2014 -