Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

Heiðursmenn

Blóðgjafafélag Íslands heiðrar árlega þá blóðgjafa sem náð hafa merkum áföngum á ferli sínum sem blóðgjafar.

Þar sem konum er einungis heimilt að gefa blóð þrisvar á ári, en körlum fjórum sinnum, eru mis margar blóðgjafir að baki viðurkenningunum eftir kyni blóðgjafa.

Bronsslegin barmnæla er veitt körlum sem gefið hafa blóð 50 sinnum og konum sem gefið hafa blóð 35 sinnum.
Silfurnæla er veitt körlum sem gefið hafa blóð 75 sinnum og konum sem gefið hafa blóð 50 sinnum.
Barmnæla úr 14 karata gulli er veitt körlum sem gefið hafa blóð 100 sinnum og konum sem gefið hafa blóð 75 sinnum.

Auk þessa hafa verið veittar sérstakar viðurkenningar þeim blóðgjöfum sem gefið hafa blóð 125 og 150 sinnum. Eftir 125. gjöf er blóðgjafa færð að gjöf glerstytta af pelikana en þjóðsagan um pelikanann sem þekkt er víða um heim og þykir táknræn fyrir þann hug sem býr að baki sjálfboðinni blóðgjöf til ókunnugra.
Þeim sem gefið hafa 150 sinnum er fært þakkarskjal frá forseta Íslands fyrir óeigingjarna gjöf þeirra í þágu lækninga.
Heiðursblóðgjafar sem gefið hafa 150 gjafir eru:
 1. Guðbjörn Magnússon (2006)
 2. Rúnar Sveinsson (2008)
 3. Sveinn J. Sveinsson (2009)
 4. Brynjar V. Dagbjartsson (2012)
 5. Gísli Þorsteinsson (2012)
 6. Ólafur Helgi Kjartansson (2012)
 7. Páll Jóhann Guðbergsson (2012)

Heiðursblóðgjafar sem gefið hafa 125 sinnum eru:
 1. Þórður Bergmann Þórðarson (1998)
 2. Guðbjörn Magnússon (1999)
 3. Rúnar Sveinsson (2003)
 4. Sveinn J. Sveinsson (2003)
 5. Páll Jóhann Guðbergsson (2005)
 6. Árni Ásmundsson (2007)
 7. Ólafur Helgi Kjartansson (2007)
 8. Gísli Þorsteinsson (2009)
 9. Finnur A. P. Fróðason (2009)
 10. Hallgrímur Jóhannesson (2010)

Heiðursblóðgjafar sem gefið hafa 100 sinnum (hundraðshöfðingjar) eru...