Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

19981209 BH Sælla er að gefa

Sælla er að gefa... blóð en...

Frá Birni Harðarsyni:

EN HVAÐ? Þiggja blóð? Víst er sælla að vera aflögufær og geta gefið blóð, en vera í þeim sporum að þiggja blóð. Þó er það svo að margir þurfa á þessari dýrmætu gjöf blóðgjafanna að halda. Íslenskir blóðgjafar sem af fúsum og frjálsum vilja gefa blóð sitt þegar til þeirra er leitað, eru ein af nauðsynlegum undirstöðum heilbrigðiskerfisins.


Á öllum tímum þurfa blóðbirgðir Blóðbankans að anna eftirspurn og vel það. Það er árvisst að í mesta skammdeginu eru blóðbirgðir Blóðbankans með minna móti og eru fyrir því margar ástæður. Umgangspestir ýmiskonar höggva tímabundið stór skörð í blóðgjafahópinn og nú á aðventunni hefur fólk í mörgu að snúast.

Því skrifa ég þetta greinarkorn til að minna alla, sem eru aflögufærir og geta gefið blóð, á að nota tækifærið einmitt nú á aðventunni að koma í heimsókn í Blóðbankann, gefa frá hjarta sínu, þiggja kaffi og meðlæti, njóta kyrrðarinnar og ganga út með þá vissu að blóðgjöf er besta jólagjöfin í ár.

Með fyrirfram þökk, gleðileg jól og farsælt komandi ár.

BJÖRN HARÐARSON,

formaður Blóðgjafafélags Íslands.