Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

19990516 BH Alþjóðlegur blóðgjafadagur

Alþjóðlegur blóðgjafadagur 23. maí

Frá Birni Harðarsyni:

BLÓÐGJAFAFÉLAG Íslands er félagskapur allra blóðgjafa á Íslandi og annarra sem áhuga hafa á málefnum blóðbanka og blóðgjafaþjónustu. Stjórn félagsins hefur á síðastliðnum árum lagt áherslu á að félagið sé hagsmunaaðili blóðgjafa, en í því felst sjálfbæri um blóð og afurðir unnar úr blóði, gæði og öryggi og aukið framboð blóðgjafa. Á árinu 1998 gekk Blóðgjafafélag Íslands í alþjóðasamband blóðgjafafélaga til að sækja þangað bæði styrk og stuðning. Alþjóðasamband blóðgjafafélaga ákvað að 23. maí ár hvert skyldi helgaður blóðgjöfum sem gefa blóð sitt af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn var haldinn hátíðlegur víða um lönd fyrst árið 1995. Á Íslandi var fyrst haldið upp á þennan dag árið 1998, með opnu húsi í Blóðbankanum. Í stuttu máli tókst dagurinn framar björtustu vonum og var húsfyllir megnið af deginum. Þess má geta að forseti Íslands var verndari dagsins.

Að þessu sinni mun 23. maí bera upp á hvítasunnudag og þykir stjórn félagsins ekki ráðlegt að vera með opið hús á svo helgum degi. Hitt er annað mál að vikuna á undan verða uppákomur í Blóðbankanum á vegum Blóðbankans og starfshóps um heilsueflingu blóðgjafa og byggir á íslensku heilbrigðisáætluninni og tekur mið af markmiðum alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Meðal styrktaraðila heilsuviku Blóðbankans eru World Class, Eróbik Sport, versluninn Íþrótt, Sundlaug Kópavogs, Sláturfélag Suðurlands, Heilsuhúsið og Heilsuhælið í Hveragerði.

Stjórn blóðgjafafélags Íslands hvetur alla til að notfæra sér tækifærið og kynnast því sem fram fer á heilsuviku Blóðbankans. Heilsuvikan hefst sunnudaginn 16. maí kl. 13 með ávarpi Sveins Guðmundssonar yfirlæknis og henni lýkur formlega föstudaginn 21. maí þó svo átakið muni standa út árið. Á meðan á heilsuviku Blóðbankans stendur verður boðið upp á skráningu nýrra blóðgjafa, blóðþrýstings- og blóðrauðamælingu, uppskriftabæklinga, ýmis tilboð til blóðgjafa, ráðgjöf og þolmælingu. Mætum öll.

BJÖRN HARÐARSON,

formaður Blóðgjafafélags Íslands.