Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

20050614 ÓHK Gefum til góðs

Gefum til góðs beint frá hjartanu

Ólafur Helgi Kjartansson

Í DAG, þriðjudaginn 14. júní, er Alþjóða blóðgjafadagurinn (World Blood Donor Day) haldinn hátíðlegur um allan heim. Með því er hinum afar stóra og þögula hópi blóðgjafa um allan heim þakkað ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu í heiminum.

Árlega er 14. júní helgaður blóðgjöfum og velunnurum þeirra. Árlega eru gefnar 80 milljónir eininga af blóði eða sem svarar 36 milljónum lítra af blóði. Það að heiðra blóðgjafa með þessum hætti má rekja til Heims-heilsudagsins árið 2000 sem haldinn var undir einkunnarorðunum "Blóð bjargar lífi. Örugg blóðgjöf byrjar með mér" (Blood Saves Lives. Safe Blood Starts With Me). Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) valdi daginn til heiðurs blóðgjöfum. Það er sláandi staðreynd að við Íslendingar teljum sjálfsagt að eiga aðgang að blóði. Í þróunarlöndunum búa 82% íbúa jarðar, en þar er einungis safnað 38% af því blóði sem gefið er á jörðinni.

Dagurinn er fæðingardagur Nóbelsverðlaunahafans Karls Landsteiner, er uppgötvaði ABO-blóðflokkunarkerfið. Margir styðja þetta framtak, Alþjóða Rauði krossinn. Alþjóðasamtök blóðgjafafélaga og Alþjóðasamtök blóðgjafar (International Society of Blood Transfusion). Að baki greindra samtaka eru 192 aðildarríki Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, 181 landssamtök Rauða krossins, 50 landssamtök blóðgjafafélaga og þúsundir sérfræðinga um blóðgjafir.

Afar brýnt er að hafa aðgang að sjálfboðaliðum sem eru reiðubúnir að gefa af sjálfum sér og tryggja þannig að ávallt séu fyrir hendi nægar birgðir blóðs á Íslandi. Fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga völ á heilbrigðu og öruggu blóði þegar sjúkdómar og slys kalla að. Venjulega opnast augu okkar fyrir þessari einföldu staðreynd ekki fyrr en á reynir og einhver okkur nákominn þarf á blóði að halda.

Í dag leggja Blóðgjafafélag Íslands og Blóðbankinn sitt af mörkum meðopnu húsi í Blóðbankanum við Barónsstíg í Reykjavík. Gestum verða boðnar veitingar, grillaðar pylsur og kynning á starfi Blóðbankans, Blóðbankabíls og Blóðgjafafélags Íslands.

Afar mikilvægt er að heilbrigt fólk á aldrinum 18 til 65 ára gefi blóð. Okkur er þörf nýliðunar, sérstaklega kvenna og ungra karla. Ungum konum í hópi blóðgjafa fjölgar ört, en betur má ef duga skal. Hollt er að hugsa til þess hve einfalt og þægilegt það er að hafa áhrif til góðs á friðsamlegan og heilbrigðan hátt og gefa af sjálfum sér, beint frá hjartanu. Blóðgjöf bjargar. Nú er öllum blóðgjöfum þakkað ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu á Íslandi, ekki sízt þeim 9 þúsund virku blóðgjöfum er gefið hafa nærri 14 þúsund gjafir á liðnu ári.

Til hamingju með blóðgjafadaginn allir íslenzkir blóðgjafar og þakkir fyrir ómetanlegt framlag.

Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands og sýslumaður á Selfossi.