Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

Almennar upplýsingar

Nafn og aðsetur.
Félagið heitir Blóðgjafafélag Íslands og er hagsmunafélag blóðgjafa með aðsetur í Reykjavík, en starfsvettvangur nær til alls Íslands.

Tilgangur félagsins.
Að vera vettvangur blóðgjafa og gæta hagsmuna þeirra í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld og Blóðbankann.
Að fræða blóðgjafa, almenning og aðra um mikilvægi blóðs til lækninga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungmenna í því sambandi. Með því að auka þekkingu ungs fólks og stuðla að jákvæðu viðhorfi unglinga til blóðgjafa, vonast félagsmenn Blóðgjafafélagsins til þess að ánæstu áratugum verði tryggt það framboð af sjálfboðnu gjafablóði sem sjúkir og slasaðir á Íslandi þurfa á að halda.

Hver eru helstu hagsmunamál blóðgjafa?
Aukið framboð blóðgjafa og betri aðbúnaður við þá.
Tryggingamál blóðgjafa.
Sjálfbærni blóðbankaþjónustunnar.

Meðlimir Blóðgjafafélagsins.
Allir blóðgjafar og aðrir áhugamenn sem rita nafn sitt í félagaskrá Blóðgjafafélagsins.

Hvernig gerist ég félagi í Blóðgjafafélaginu?
Í afgreiðslu Blóðbankans við móttöku blóðgjafa liggur frammi eyðublað þar sem almenningur getur skráð nafn sitt og orðið löggildur félagi í Blóðgjafafélagi Íslands.

Viðurkenningar.
Á aðalfundi blóðgjafafélagsins sem haldinn er einu sinni á ári er blóðgjöfum veittar viðurkenningar fyrir tiltekinn fjölda blóðgjafa.Viðurkenningaflokkarnir eru:
Bronsflokkur. Um er að ræða bronsslegna barmnælu.
Silfurflokkur. Um er að ræða barmnælu úr silfri.
Gullflokkur. Um er að ræða barmnælu úr 14 karata gulli.

Þeir einstaklingar sem gefið hafa 125 sinnum og 150 sinnum eru heiðraðir sérstaklega.
Lesa meira...

Þeir einstaklingar sem koma í fyrsta sinn láta einungis af hendi sýni til rannsókna. Þessir einstaklingar eru síðan hvattir til að gefa blóð við aðra komu að fáum vikum liðnum. Blóðgjafafélagið verðlaunar slíka einstaklinga þegar þeir gefa blóð í poka í fyrsta sinn með sérstakri barmnælu í viðurkenningarskini.

Stjórn blóðgjafafélagsins.
Í stjórn félagsins sitja sjö stjórnarmenn. Formaður, varaformaður, gjaldkeri og fjórir stjórnarmenn.Stjórn félagsins er kosin til eins árs í senn og fer kosning fram á aðalfundi félagsins. Stjórn félagsins hittist sem næst einu sinni í mánuði.
Lesa meira...

Hagnýtar upplýsingar.
Kennitala Blóðgjafafélagsins: 700781-0389.
Heimilisfang: Snorrabraut 60, 105 Reykjavík.
Bankareikningur: 512-14-100900