Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

Lög UBGFÍ

Markmið með stofnun Ungmennadeildar Blóðgjafafélags Íslands

·         Ungt fólk er mikilvægur markhópur, bæði sem blóðgjafar og félagar.

·         Ungt fólk hefur hlutverki að gegna í allri stjórnun og starfsemi félagsins.

·         Ungt fólk dagsins í dag mun leiða félagið í framtíðinni og því mikilvægt að hafa það með í allri ákvarðanatöku.

 

Lög Ungmennadeildar Blóðgjafafélags Íslands

 

1.      gr. Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands

 

Ungir blóðgjafar sem eru félagar í Blóðgjafafélagi Íslands  hér eftir skammstafað sem BGFÍ mynda með sér sérstaka ungmennadeild sem nefnist Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands. Félagið er með aðsetur í Reykjavík en starfsvettvangur nær til alls Íslands

2.      gr. Markmið

Markmið með starfsemi Ungmennadeildar BGFÍ eru:

a) Að skapa ungu fólki vettvang til að sinna málefnavinnu fyrir unga blóðgjafa og auka þannig þátttöku og áhrif ungs fólks í félaginu.

b) Stuðla að fjölgun ungra blóðgjafa á Íslandi.

c) Að efla vitund ungs fólks á blóðgjöf og nauðsyn þess fyrir samfélagið.

3.      gr. Félagar

Félagar í Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands eru allir félagar BGFÍ  30 ára og yngri skv. 4. grein laga um BGFÍ.

4.      gr. Aðalfundur

Ungmennadeild BGFÍ skal halda aðalfund ár hvert, eftir lok starfsárs og fyrir aðalfund BGFÍ. Fylgja skal dagskrá samkvæmt 5. gr. laga um Ungmennadeild BGFÍ. Hlutverk aðalfundar er að ákvarða áherslur í ungmennastarfi BGFÍ í samræmi við stefnu og markmið.

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og skal auglýsa hann opinberlega með sannarlegum hætti, svo sem með opinberri auglýsingu, hefðbundnum pósti eða tölvupósti, með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara. Fundarboð skal sent til allra félaga í Ungmennadeild Blóðgjafafélags Íslands. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Stjórn Ungmennadeildar BGFÍ getur boðað til auka aðalfundar ef a.m.k. þriðjungur félaga í Ungmennadeild BGFÍ óskar þess. Sömu reglur gilda um boðun auka aðalfundar eins og aðalfundar.

Á aðalfundi og auka aðalfundi hafa allir félagar BGFÍ, 18 til 30 ára rétt til setu á með tillögu- og atkvæðisrétt. Skulu þeir bera atkvæði sitt sjálfir. Samþykktir aðalfundar skulu sendar stjórn BGFÍ til staðfestingar.

5.      gr. Dagskrá aðalfundar

Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.

3. Skýrsla stjórnar lögð fram.

4. Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga ársins.

5. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.

6. Tillögur að breytingum á lögum, skv. 9. gr.

7. Kosning formanns samkvæmt 6 gr.

8. Kosning annarra stjórnarmanna s.kv. 6 gr.

9. Kosninga skoðunarmanns.

10. Önnur mál.

6.      gr. Stjórn

Í stjórn skulu kosnir fimm aðalmenn til að fara með daglegan rekstur félagsins s.kv. 8 gr. laga um Ungmennadeild BGFÍ. Skulu þeir einstaklingar sem bjóða sig fram hafa tilkynnt framboð sitt til stjórnar minnstu viku fyrir aðalfund.

Annað hvert ár er formaður og einn aðalmaður kosnir til tveggja ára. Hitt árið skulu þrír stjórnarmenn kosnir til tveggja ára.

Stjórn samanstendur af formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnendum. Formaður er kosinn sérstaklega og skiptir stjórnin með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Kjörgengi til stjórnar hafa allir félagsmenn BGFÍ á aldrinum 18-30 ára.

7.      gr. Hlutverk stjórnar

Stjórnin fer með málefni Ungmennadeildar BGFÍ á milli aðalfunda. Hlutverk stjórnar er að sjá um undirbúning og fylgja eftir samþykktum aðalfundar og velja menn til umsjónar með þeim verkefnum Ungmennadeildar BGFÍ sem ráðist er í á kjörtímanum.

Stjórn skal funda að minnsta kosti sjö sinnum á ári. Formaður boðar til stjórnarfunda með rafrænum eða skriflegum hætti með minnst einnar viku fyrirvara. Stjórnarfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað og ef að minnsta kosti helmingur stjórnarmanna er mættur.

8.      gr. Breytingar á lögum

Öllum félögum BGFÍ sem eru 30 ára eða yngri er heimilt að bera upp tillögur um breytingar á starfsreglum þessum. Breytingatillögur skulu berast stjórn Ungmennadeildar BGFÍ minnst tveimur vikum fyrir aðalfund. Allar breytingatillögur skal bera upp á löglegum aðalfundi.

Breytingatillögur öðlast gildi ef þrír fjórðu fundarmanna greiðir þeim atkvæði sitt og stjórn BGFÍ samþykkir þær.

9.      gr. Félagsslit

Komi til félagaslita skal stjórn BGFÍ og forstöðumaður Blóðbankans ráðstafa eignum félagsins til styrktar málefnum, sem samræmast best tilgangi félagsins.

10.  gr. Gildistaka

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi Ungmennadeildar BGFÍ, þann 14. Nóvember 2010 Lög þessi öðlast þegar gildi.