Skip to content

Lifi minning Maríasar H. Guðmundssonar

Marías Hafstein Guðmundsson var sannkallað gæðablóð enda virkur blóðgjafi og bjargaði lífi við hverja blóðgjöf. Hann tók nýverið við viðurkenningu á Bessastöðum frá Forseta Íslands fyrir 150 blóðgjafir.

Marías var nýgenginn í stjórn Blóðgafafélags Íslands þar sem hann vildi leggja sitt af mörkum í þágu blóðgjafa og þykir stjórn BGFÍ leitt að hafa ekki fengið tækifæri á að vinna með honum.

Við færum fjölskyldu hans og hans nánustu innilegar samúðarkveðjur.

Jafnframt viljum við þakka Samiðn, sambandi iðnfélaga fyrir styrk sinn sem þeir veittu félaginu í minningu Maríusar sem var fyrrverandi formaður Málarafélags Reykjavíkur.

Megi minning þín lifa um ókomin ár.

Meðfylgjandi mynd var tekin á Bessastöðum þann 27. maí þegar Marías mætti á bessastaði til að veita viðurkenningunni móttöku. Ljósmyndari: Jón Svavarsson.