Skip to content
Blóðgjafafélag Íslands

Blóðgjöf er
lífjgöf

BGFÍ eru hagsmunasamtök fyrir blóðgjafa á Íslandi. Hlutverk samtakanna er að sinna fræðslu, gæta hagsmuna og veita viðurkenningar til blóðgjafa á Íslandi í samvinnu við Blóðbanka Íslands.

Tilgangur

BGFÍ

Viðurkenningar

Á hverju ári veita BGFÍ og Blóðbanki Íslands sérstakar viðurkenningar til blóðgjafa sem hafa náð ákveðnum áfanga í fjölda blóðgjafa ár hvert.

Um bgfí

Að vera vettvangur blóðgjafa og gæta hagsmuna þeirra . Að fræða blóðgjafa, almenning og aðra um mikilvægi blóðs til lækninga.
Lesa sögu BGFÍ.

Gerast blóðgjafi

Að gerast blóðgjafi eru forréttindi sem er ekki á færi allra.

Nánari upplýsingar eru að finna á
www.blodbankinn.is

Taka þátt

Viltu leggja þitt af mörkum?

Frjáls framlög

Frjáls framlög má leggja inn á bankareikning félagsins
512-14-100900
kt. 700781-0389

Gerast blóðgjafi

Ertu 18 ára eða eldri, við góða heilsu og vilt leggja þitt af mörkum?
Pantaðu tíma í blóðgjöf!

Gerast meðlimur

Blóðgjafafélagið tekur fagnandi á móti nýjum meðlimum. Það eru engin félagsgjöld í BGFÍ. Smelltu á hnappinn til að skrá þig.

Útgefandi: Blóðbanki Íslands, www.blodbankinn.is

Fræðsluefni

Daginn sem þú gefur blóð er mikilvægt að vera frískur og vel fyrir kall aður. Munið að borða og drekka vel af vatni/ávaxtasafa 1-2 klst. fyrir blóð gjöfina og áfram þann daginn, til að minnka líkur á vanlíðan.

ENDILEGA HVETJIÐ VINI OG ÆTTINGJA TIL AÐ VERÐA BLÓÐGJAFAR – ÞIÐ ERUÐ OKKAR HELSTA AUGLÝSING 

Tölfræði um blóðgjafir
Fjöldi blóðflokka
1
Fjöldi virkra blóðgjafa
7155
Fjöldi gefinna blóðhluta
9588

Viðurkenningar

Á aðalfundi blóðgjafafélagsins sem haldinn er einu sinni á ári er blóðgjöfum veittar viðurkenningar fyrir tiltekinn fjölda blóðgjafa. Viðurkenningaflokkarnir eru:

Bronsflokkur: Um er að ræða bronsslegna barmnælu.
Silfurflokkur: Um er að ræða barmnælu úr silfri.
Gullflokkur: Um er að ræða barmnælu úr 14 karata gulli.