Viðurkenningar BGFÍ og Blóðbankans

Blóðgjafafélag Íslands heldur árlega viðurkenningarhátíð á aðalfundi félagsins þar sem veittar eru sérstakar viðurkenningar fyrir stærri gjafir, þ.e.a.s. þegar blóðgjafar hafa náð eftirfarandi áfanga í blóðgjöfum:

Konur*

 • 35 gjafir – Viðurkenningarskjal
 • 50 gjafir – Silfurnæla
 • 75 gjafir – 14k gullnæla
 • 100 gjafir – Seðlaveski með áletrun

Karlar

 • 50 gjafir – viðurkenningarskjal
 • 75 gjafir – Silfurnæla
 • 100 gjafir – 14k gullnæla
 • 125 gjafir – Seðlaveski með áletrun
 • 150 gjafir – Viðurkenningarskjal frá Forseta Íslands
 • 175 gjafir – Viðurkenningarskjal frá Heilbrigðisráðherra
 • 200 gjafir – Viðurkenningarskjal frá Forseta íslands og gjafabréf

*Þar sem það tekur konur lengri tíma að vinna til viðurkenninga eru viðmiðin aðeins önnur fyrir karla og konur.