Aðalfundur BGFÍ verður miðvikudaginn 19.maí kl 19:30 í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Austurbergi 5, 111 Reykjavík, gengið inn um aðalinngang á austur hlið. Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn einnig haldinn með rafrænum hætti.
Þátttakendur og aðrir áhugasamir skrái sig á fundinn með því að fylla út eftirfarandi form: https://forms.gle/buYLUDsCDs5yWQmr8
Hlekkur á rafrænt fundarboð verður sendur á þá sem skrá sig á fundinn.
Dagskrá fundar:
- Kosning fundarstjóra
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Ársreikningur lagður fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Afhending viðurkenninga
- Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn BGFÍ og geta áhugasamir sent inn framboð með því að senda á bgfi@bgfi.is
Hlökkum til að sjá ykkur í rafheimum og mögulega raunheimum miðvikudaginn 19.maí kl 19:30