Kæru blóðgjafar og velunnarar Blóðgjafafélags Íslands,
Eftir samtöl við yfirlækni Blóðbankans og í ljósi ástands á Covid faraldri í samfélaginu hefur stjórn BGFÍ tekið þá ákvörðun að aðalfundur félagsins fari fram rafrænt þann 16.mars n.k.
Ljóst er að Blóðbankinn stendur frammi fyrir þeirri áskorun að varla hafa undan til að viðhalda lágmarks birgðum blóðs og blóðhluta, að stefna saman svo mörgum hetjum á sama stað skapar áhættur sem gæti komið Blóðbankanum mjög illa.
Dagskrá fundarins helst að öllu óbreytt, við hlökkum til að sjá ykkur í rafheimum n.k. miðvikudagur
Hlekkur á rafrænt fundarboð verður sendur á þá sem skrá sig á fundinn.
Dagskrá fundar:
- Kosning fundarstjóra
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Ársreikningur lagður fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning stjórnar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Afhending viðurkenninga
- Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn BGFÍ og geta áhugasamir sent inn fundarboð með því að senda á bgfi@bgfi.is
Hlökkum til að sjá ykkur í rafheimum miðvikudaginn 16.mars kl 18:00
Kveðja,
Stjórn BGFÍ