Fjölmennur aðalfundur Blóðgjafafélagsins var haldinn 18.mars s.l.
Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélagsins fór yfir liðið ár í starfssemi félagsins. Fram kom í máli hans að félagið sé nú vel fjármagnað, í fyrsta sinn í langan tíma. Einnig tilkynnti Davíð að framundan sé spennandi samstarf Landspítala, Blóðbankans, Blóðgjafafélagsins og Noona.is. Um er að ræða stafræna markaðssókn til fjölgunar á nýjum blóðgjöfum. Allir hagaðilar snúa bökum saman til að auka vitund í samfélaginu um mikilvægi þess að gerast blóðgjafi.
Tómas Árni Jónsson fór yfir fjármál félagsins, en þau hafa sjaldan verið í betra standi en einmitt nú. Fjármunir félagsins eru komnir frá Heilbrigðisráðuneytinu sem sér mikilvægi þess að efla fjölgun blóðgjafa á Íslandi. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir þennan stuðning.
Samhliða breytingu á afhendingu viðurkenninga var samþykkt lagabreyting fyrir Blóðgjafafélagið. Fjarlægð er málsgrein er skilgreinir hlutverk Blóðgjafafélagsins sem þann aðila er afhendir viðurkenningar til blóðgjafa.
Því næst var kosin ný stjórn, en áframhaldandi stjórnarseta og ný framboð voru einróma samþykkt af fundarmönnum. Nýja stjórn skipa eftirfarandi aðilar :
- Davíð Stefán Guðmundsson, Formaður
- Sigríður Ósk Lárusdóttir, varaformaður
- Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi formaður
- Guðrún Aðalsteinsdóttir
- Hákon Jónsson
- Hólmar Svansson
- Hanna Vigdís Jóhannesdóttir, starfsmaður Blóðbankans á Akureyri (hálf staða)
- Hrafnhildur Jónsdóttir, starfsmaður Blóðbankans á Akureyri (hálf staða)
Ína Björg Hjálmarsdóttir flutt gott erindi um verkefni Blóðbankans þar sem m.a. kom fram að grunn forsenda fyrir starfssemi Blóðbankans er öflugur hópur blóðgjafa. Einnig kom fram í máli Ínu að nýskráðum blóðgjöfum hefur fækkað frá 2022 þegar þeir voru rúmlega 2.000. Á síðasta ári voru þeir komnir niður í rúmlega 1.200. Mikilvægt er að fjölga konum í hópi blóðgjafa, en samkvæmt tölum frá síðasta ári telja þær aðeins um 34% af heildar fjölda virkra blóðgjafa.
Veittar voru viðurkenningar af Blóðgjafafélaginu í síðasta sinn, en frá áramótum tók Landspítalinn við umsýslu og kostnaði vegna viðurkenninga. Viðurkenningar voru veittar fyrir 75, 100, 125, 150 og 200 gjafir.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fundinum.






















