Blóðgjafafélag Íslands BGFÍ

The Blood Donors Society of Iceland


BGFÍ

Nafn:

BGFÍ Blóðgjafafélag Íslands

Farsími:

8930733

Afmælisdagur:

16. júlí 1981

Heimilisfang:

Snorrabraut 60, 101 Reykjavík

Kennitala:

700781-0389

Bankanúmer:

512-14-100900

Blóðgjafar á Facebook

Blóðgjafar geta nú merkt prófíl mynd sína á Facebook með merki Blóðgjafafélags Íslands með því að smella á merkið hér að neðanTenglar

20130108 Ólafur Helgi Kjartansson

Morgunblaðið 8. janúar 2013
Haltur leiðir blindan
Fyrirsögnin er vísan til þess að um blóðgjafa, sem eru reyndar afar mikilvægur hópur í íslenzku samfélagi, gilda nánast engar reglur í settum lögum. Í...

Ólafur Helgi Kjartansson
Fyrirsögnin er vísan til þess að um blóðgjafa, sem eru reyndar afar mikilvægur hópur í íslenzku samfélagi, gilda nánast engar reglur í settum lögum. Í lögum um sjúklingatryggingu nr. 111 frá 25. maí árið 2000 er lítillega vikið að blóðgjöfum. Í 1. gr. um bótarétt er eftirfarandi að finna í 4. málsgrein: »Þeir sem gefa vef, líffæri, blóð eða annan líkamsvökva eiga sama rétt og sjúklingar samkvæmt lögum þessum nema annars sé getið sérstaklega.«

Með þessu ákvæði eru blóðgjafar lagðir að jöfnu við sjúklinga í íslenzka heilbrigðiskerfinu. Staða þeirra er því að fullu ljós. Enda er fyrirsögn I. kafla laganna eftirfarandi: »Sjúklingar sem lögin taka til.« Reyndar á það einnig við um aðra þá sem upptalningin nær til. Allt er það fólk sem ríkar kröfur eru gerðar til um heilbrigði eðli málsins samkvæmt.

Sé leitað að orðinu »blóðgjafi« er það ekki að finna í leitarvél vefs Alþingis (hinn 3.1. 2013 kl. 13:27). Í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 segir í 20. grein að Landspítali sé aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Í 6. málsgrein hennar er tekið fram að hann starfræki blóðbanka sem hefur með höndum blóðbankaþjónustu. Í 10. málsgrein 3. greinar lyfjalaga nr. 93/1994 er tilgreint það hlutverk Lyfjastofnunar að hafa eftirlit með starfsemi blóðbanka hvað varðar m.a. meðferð, geymslu og meðhöndlun blóðs og blóðafurða. Tilgreint er að um eftirlit landlæknis með starfsemi blóðbanka fari samkvæmt VI. kafla laga um heilbrigðisþjónustu og lögum um landlækni. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um starfsemi blóðbanka, skráningu aukaverkana, framkvæmd eftirlits o.fl. í reglugerð. Hún hefur verið sett.

Í reglugerð nr, 441/2006 segir orðrétt í 20. grein um greiðslur fyrir blóð: »Ekki skal greitt fyrir blóðgjöf en leitast við að hvetja heilbrigða sjálfboðaliða til að gerast blóðgjafar.« Að öðru leyti en hér greinir er ekki að finna ákvæði í íslenzkum lögum og reglugerðum um blóðgjafa, þann mikilvæga og ómissandi hóp sjálfboðaliða, sem sjaldan eru nefndir. Helzt er það þegar Blóðbankann skortir blóð að þeir séu nefndir á nafn og beðnir að koma og gefa. Á því hefur ekki staðið. Þetta er óeigingjarn hópur manna, kvenna og karla, sem gegnir kallinu þegar það kemur og margir koma ótilkvaddir. Ekki er neins staðar gerð frekari grein fyrir því hvernig uppfylla skuli þessa hvatningu. Hvergi er að finna að sérstakt fé sé ætlað til þess.

Það sem hefur vakið athygli mína á liðnum árum er áhugaleysi íslenzkra stjórnmálamanna á málefnum blóðgjafa og þeim sjálfum. Ef til vill gera þeir sér ekki grein fyrir því hver kostnaður myndi fylgja því að flytja inn blóð til að anna þörfum sjúklinga á Íslandi og heilbrigðiskerfisins. Þó er rétt að geta þess að einn heilbrigðisráðherra sá sér fært að koma og heiðra blóðgjafa með nærveru sinni á aðalfundi Blóðgjafafélags Íslands. Það var Guðlaugur Þórðarson árið 2008.

Blóðgjafafélag Íslands var stofnað 16. júlí 1981. Því er ætlað að vera málsvari blóðgjafa. En tekjustofnar þess hafa lengi verið rýrir og alfarið komnir undir fjárveitinganefnd Alþingis og síðar fjárlaganefnd og nú Velferðarráðuneyti. Félagið hefur gert margt til þess að standa undir því sem lög þess segja en hefur lítið og nánast ekkert bolmagn til þess. Við höfum litið til Danmerkur. Þar tryggir heilbrigðiskerfið öfluga starfsemi blóðgjafafélaganna með tiltölulega lágum greiðslum til þeirra fyrir hverja blóðgjöf. Bloddonorerne i Danmark eru öflug samtök og þau studdu blóðgjafafélagið og ungmennadeild þess þegar herzlumun vantaði til að halda alþjóðlega ráðstefnu um mánaðamótin ágúst september á nýliðnu ári. Ekki tókst að ná stuðningi hérlendis. Þannig er nú komið fyrir samtökum blóðgjafa á Íslandi að félagsmenn þeirra eru ekki aðeins lagðir að jöfnu við sjúklinga og eru þannig líkir hinum halta sem leiddi þann blinda. Þau hafa ekki skilning stjórnmálamanna og því litla burði til að sinna þeim sem gefa af sér beint frá hjartanu, mörgum til ómetanlegs gagns.